ÁVAXTATRÉ |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Malus 'Astrachan Gyllenkrock' |
Garðepli 'Astrachan Gyllenkrock' |
Sænskt eplayrki. Miðlungsstór, græn og gul, rauðblettótt og safarík dessertepli. Bragðgóð og uppskerumikil. Ber aldin innan 2-3 ára. Sumaryrki. |
Malus 'Bergius' |
Garðepli 'Bergius' |
Sænskt sumaryrki. Uppskerumikið og smávaxið tré sem ber skærrauð og safarík epli. Ber aldin á 2-3 árum. Góður frjógjafi. |
Malus 'Charlamovsky' |
Garðepli 'Charlamovsky' |
Uppskerumikið og smávaxið tré sem ber aldin fljótt. Ber stór, hörð og súr ljósgræn epli. Ber rauðleit blóm. |
Malus 'Förlovningsäpple' |
Garðepli 'Förlovningsäpple' |
Trúlofunarepli. Uppskerumikið sumar-haustyrki með stórum, safaríkum gulhvítum eplum. Ber fljótt aldin. |
Malus 'Gallen' |
Garðepli 'Gallen' |
Finnskt sumaryrki sem ber aldin fljótt. Eplin ljósgul, safarík og mjög bragðgóð. Bleik blóm. |
Malus 'Gerby tidiga' |
Garðepli 'Gerby tidiga' |
Finnskt uppskerumikið sumaryrki. Epli ljósgræn, safarík og sæt. Rauðleit blóm. |
Malus 'Gyllene Kitajka' |
Garðepli 'Gyllene Kitajka' |
Rússneskt sumaryrki. Smávaxið sjálfsfrjóvgandi tré sem ber ávöxt eftir 1-3 ár. Eplin lítil, skærgul, sætsúr og safarík. Góður frjógjafi fyrir önnur yrki. Hefur tilhneigingu til að bera aldin annað hvert ár. |
Mauls 'Jätte melba' |
Garðepli 'Jätte melba' |
Sumar-haustyrki sem ber stór, safarík og rauðbleik dessertepli. |
Malus 'Moskvas päronäpple' |
Garðepli 'Moskvas päronäpple' |
Rússneskt haustyrki sem ber aldin fljótt. Miðlungsstór gul og rauðyrjótt epli með vínsætsúru bragði. Gott ferskt og í matvinnslu. |
Malus 'Pirja' |
Garðepli 'Pirja' |
Snemmþroska finnskt sumaryrki. Smávaxið tré sem ber aldin fljótt. Eplin miðlungs-smá, rauðröndótt að lit og sæt. |
Malus 'Rautell' |
Garðepli 'Rautell' |
Finnskt hraðvaxta haustyrki með granna krónu. Ber aldin fljótt en einnig ræktað sem skrauttré. Eplin miðlungsstór, aflöngu og vínsúr. |
Malus 'Rupert' |
Garðaepli 'Rupert' |
Stór græn og sæt epli sem minna á yrkið 'Transparent Blanche'. Góður frjógjafi. Sumaryrki sem ber aldin fljótt. |
Malus 'Saarijärvi röd' |
Garðepli 'Saarijärvi röd' |
Finnskt haustyrki. Eplin rauð og miðlungsstór eða stór með sætsúru bragði. |
Malus 'Sävstaholm' |
Garðepli 'Sävstaholm' |
Sænskt sumaryrki. Mátulega lítið tré sem þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Þarf frjó af öðru tré til að þroska aldin. Miðlungsstór gulgræn dessertepli sem eru góð í matvinnslu. |
Malus 'Suislepp' |
Garðepli 'Suislepp' |
Eistneskt sumaryrki. Miðlungsstór gulrauð epli, sætsúr á bragðið. Sjálfsfrjóvgandi að hluta, hentar vel sem frjógjafi með öðrum. |
Mauls 'Transparent Blanche' |
Gaðrepli 'Transparent Blanche' |
Gamalreynt sumaryrki, hefur reynst vel hérlendis. Miðlungsstórt eða stórt, gulgrænt ilmandi og safaríkt epli. Gefur aldin fljótt. Sjálffrjóvgandi að nokkru leyti en betra ef annað tré er til staðar. |
Prunus avium 'Sunburst' |
Sætkirsiber 'Sunburst' |
Gefur einna stærst aldin allra sætkirsiberja, dökkrauð og bragðgóð. Best á sólríkum og skjólgóðum stað. Sjálffrjóvgandi. |
Prunus cerasus 'Fanal' |
Súrkirsiber 'Fanal' |
Þrífst best á skjólgóðum og sólríkum stað. 'Fanal' þykir með betri súrkirsiberjum. Er sjálffrjóvgandi og skilar mikilli uppskeru. |
Prunus cerasifera 'Opal' |
Fuglaplóma 'Opal' |
Þarf sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þroskar sætar plómur í september. Sjálfsfrjóvgandi. |
Prunus cerasifera 'Victoria' |
Plóma 'Victoria' |
Þroskar aldin seint en getur verið utandyra hér. Hvít blóm og rauðfjólublá aldin. Verður 2-3 m. Þarf gott skjól og sól. |
Pyrus communis 'Herrepære' |
Skánsk sykurpera |
Þarf sólríkan vaxtarstað, næringarríkan jarðveg og gott skjól. Meðalstór kringlótt aldin í okt-nóv. Veður 2-5 m á hæð. Þarf annað yrki til að frjóvgast. |
Pyrus communis 'Coloree de juillet' |
Pera 'Coloree de juillet' |
Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þarf næringarríkan jarðveg. Þarf annað yrki til að frjóvgast. Blómstrar hvítum blómum í maí-júní. Verður 2-5m á hæð. Bragðgóð aldin í september. |
Malus 'Golden Hornet' |
Skrautepli 'Golden Hornet' |
Skrautepli á stofni. Best í sól og skjóli. Gul lítil aldin á haustin og fallegir haustlitir. Blómknúppar bleikir en blómin snjóhvít. |
Malus 'Red Jade' |
Skrautepli 'Red Jade' |
Skrautepli á stofni. Greinarnar hangndi. Blómknúppar bleikir en blómin sjálf eru hvít og ilmandi þegar þau opnast. Lítil rauð ber á haustin. |
Malus 'Royalty' |
Skrautepli 'Royalty' |
Skrautepli á stofni. Dumbrauð blöð og eldrauð blóm. Mjög fallegir haustlitir. |
Vitis 'Zilga' |
Vínber 'Zilga' |
Smágerð blá vínber. Frostþolin. Þarf súran jarðveg. Þrífst vel í köldum gróðurskála. Er klifurplanta eins og annar vínviður. |
|
|
|
BERJARUNNAR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Ribes nigrum 'Hedda' |
Sólber 'Hedda' |
Harðgerður, vindþolinn berjarunni. Ilmsterk svört ber í ágúst. Gefa mikla og góða uppskeru. |
Ribes nigrum 'Nikkala' |
Sólber 'Nikkala´ |
Finnskt yrki sem er mjög harðgert og uppskerumikil, vill leggjast út og breiða úr sér. |
Ribes spicatum 'Röd Hollandsk' |
Rauðrifs 'Röd Hollandsk' |
Harðgert og skuggþolið. Þrífst best í rökum jarðvegi. Má nota í limgerði. Rauð ber í ágúst, mikil og góð uppskera. Venjulegt rifs. |
Ribes spicatum 'Jonikher van tetz' |
Rauðrifs 'Jonikher van tetz' |
Harðgert og skuggþolið. Þrífst best í rökum jarðvegi. Má nota í limgerði. Rauð ber í ágúst, mikil og góð uppskera. Stærri ber en á 'Röd Hollandsk'.
|
Ribes uva-crispa 'Hinnomäki Gul' |
Stikilsber 'Himnomäki Gul' |
Harðgert. Þarf skjólgóðan og sólríkan stað til að gefa góða uppskeru. Stór, gulgræn ber í ágúst - september. Verður 1-1,5 m hár. |
Ribes uva-crispa 'Lepaan punainen' |
Stikilsber 'Lepaan punainen' |
Harðgert finnskt yrki. Þarf skjólgóðan og sólríkan stað til að gefa góða uppskeru. Stór, gulgræn ber í ágúst-september. Verður 1-1,5 m hár. |
|
|
|
KLIFURPLÖNTUR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Clematis tangutica |
Bjarmabergsóley |
Harðgerð. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Þrífst best á sólríkum stað en þolir hálfskugga. Þarf klifurgrind eða víra. Hentar vel til að klæða veggi og girðingar. Gul blóm síðsumars. |
Hedera helix - gróf |
Bergflétta gróf |
Harðgerð, sígræn klifurplanta með heftirætur sem hún notar til að festa sig við hrjúft yfirborð veggja. Þolir vel skugga og seltu. |
Hedera helix - fín |
Bergflétta fín |
Klifurjurt. Skuggþolin. Þrífst vel í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta á veggi og sem botngróður. Ekki eins harðgerð og sú grófa. |
Lonicera periclymenum 'Belgica Select' |
Skógartoppur |
Harðgerð klifurplanta sem þarf klifurgrind eða víra til að vefja sig um. Blómstrar best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Vex hratt og þarf að klippa. Blómstrar mikið, blómin rauð að utan, gul að innan. |
|
|
|
RÓSIR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Eðalrósir |
|
|
Rosa 'Karen Blixen' |
Rós 'Karen Blixen' |
Blómstrar stórum, hvítum, fylltum blómum, síðla sumars. Ilmar aðeins. Verður um 70 cm. há. |
Rosa 'Peer gynt' |
Rós 'Peer Gynt' |
Fyllt, ilmandi, gul blóm. Frekar harðgerð. Verður um 80 cm á hæð. |
Rosa ‘Nostalgie‘ |
Rós 'Nostalgie‘ |
Blómin fyllt og ilmandi. Kirsuberjarauð yst en kremhvít innst. Verður um 60-90 cm á hæð. Blómstar í júlí-ágúst. Þarf sól og skjól. |
Rós 'Victor Borge‘ |
Rós 'Viktor Borge‘ |
Mjög stór blóm (15 cm í þvermál) og blómviljug. Orange-laxableik blóm með mildum ilm. Þarf hlýjan og skjólgóðan stað. Hæð 60-80 cm. |
Skúfrósir |
|
|
Rosa 'Allgold' |
Rós 'Allgold' |
Klasarós. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hálffyllt, skærgul blóm 7 - 10 cm í þvermál. Góð til afskurðar. |
Rosa 'Julian Child‘ |
Rós 'Julian Child' |
Fyllt blóm. Ilmurinn óvenjulegur með keim af myrru. Blómstrar síðla sumars. Blómviljug. 40-50 cm á hæð. |
Rosa 'Dronning Margarethe‘ |
Rós 'Dronning Margarethe‘ |
Klasarós - meðalstór, ljósbleik, ilmandi, fyllt blóm. Blómstrar síðla sumars. 60-70 cm á hæð. |
|
|
|
Pottarósir |
|
|
Rosa 'Mors dag' |
Rós 'Mors dag' |
Dvergrós. Margar rauðar rósir í klösum. Mikið blómskrúð seinni part sumars. Verður um 30-40 cm á hæð. |
Rosa 'Orange Morsdag' |
Rós 'Orange Morsdag' |
Dvergrós. Þarf bjartan og sólríkan vaxtarstað. Blómstrar mikið, hálffylltum appelsínugulum blómum. Verður aðeins um 30 cm á hæð. |
Þekjurósir
|
|
|
Rosa 'Bonica‘ |
Rós 'Bonica‘ |
Þekjurós - skriðrós með bleik blóm og ferskum eplailm. Blómstrar í júlí-september. Verður 40-60 cm á hæð en getur orðið ríflega meter á hæð við réttar aðstæður. Þarf sólríkan og skjólgóðan stað. |
Klifurrósir |
|
|
Rosa 'Flammentanz' |
Rós 'Flammentanz' |
Nokkuð harðgerð klifrandi eðalrós. Þarf vetrarskýli eða skjólgóðan stað. Blómin rauð, stór og fyllt. Getur orðið 3-4 m. |
Rós 'Polstjärnan' |
Rós 'Polstjärnan' |
Harðgerð klifurrós. Þarf grind eða víra til að styðja sig við. Blómin smá og þéttfyllt í stórum skúfum. Verður um 3 m. á hæð. |
Enskar rósir frá David Austin |
|
|
Rosa 'Winchester Cathedral' |
Rós 'Winchester Cathedral' |
Nokkuð harðgerð. Blómviljug, blómin hvít, hálffyllt og ilmandi. Verður um 1-1,5 m á hæð. |
Rosa 'Graham Thomas' |
Rós 'Graham Thomas' |
Nokkuð harðgerð. Blómviljug, blómin gul, hálffyllt og ilmandi. Verður um 1-1,5 m á hæð. |
Rosa 'Lady of Shalott' |
Rós 'Lady of Shalott' |
Orange blóm. Þarf næringjaríkan jarðveg. |
Kanadískar rósir |
|
|
Rosa 'Martin Frobisher' |
Rós 'Martin Frobisher' |
Kanadísk rós. Blómviljug og dugleg. Blómstrar fylltum ljósbleikum og ilmandi blómum. Verður allt að 1,5 m á hæð. |
Rosa 'William Baffin' |
Rós 'William Baffin' |
Kanadísk rós. Blómin sterkbleik á litinn og hálffyllt. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum, næringarríkum jarðvegi. Verður 150-200 cm há. |
Runnarósir |
|
|
Rosa 'Dornröschen' |
|
Þarf vetrarskýli eða hlýjan, sólríkan og skjólgóðan stað. Hefur kröftugt, upprétt vaxtarlag. Blómviljug eðalrós, blómin stór og fyllt. Verður um 50-80 cm. á hæð. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. |
Rosa 'Dronningen af Danmark' |
Rós 'Dronningen af Danmark' |
Blóm ljósbleik, fyllt, ilmandi. Blómstrar síðla sumars. Verður um 120 cm há. |
Rosa 'Guðfinna' |
Rós 'Guðfinna' |
Tegundablendingur. Nokkuð harðgerð runnarós. Bleik fyllt, ilmandi blóm prýða plöntuna upp úr miðju sumri. |
Rosa 'Aloha' |
Rós 'Aloha' |
Fremur viðkvæm runnarós sem þarf vetrarskýlingu. Blómstrar upp úr miðju sumri og langt fram á haust. Á það til að mynda blómknúppa á haustin sem blómgast snemma á vorin. Þá blómstrar hún á undan öðrum rósum. Blómin fyllt, stór og rósrauð. |
Rosa pimpinellifolia 'Red Nelly' |
Þyrnirós 'Red Nelly' |
Nokkuð harðgerð runnarós. Blómin einföld. Krónublöðin rauðbleik og fræflar gulir. |
Rosa pimpinellifolia 'Ruskela' |
Þyrnirós 'Ruskela' |
Blómin hálffyllt, ljósbleik og ilma sterkt. Verður 50-100 cm. |
Rosa alba |
Bjarmarós/Mömmurós |
Runnarós með upprétt vaxtarlag. Harðgerð og vill frjóan framræstan jarðveg. Blómin stór, hálffyllt og ilmandi, lillableik. |
Rosa moyesii |
Meyjarós 'Dóra' |
Harðgerð, stórvaxin runnarós. Einföld blóm, falleg rauð aldin. Blómviljug. Verður um 150 cm á hæð. |
Rosa pendulina |
Fjallarós |
Harðgerð, vind- og seltuþolin runnarós. Blómin einföld. Má nota í limgerði. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum, næringarríkum jarðvegi. |
Rosa 'Hilda' |
Fjallarósablendingur 'Hilda' |
Vindþolin runnarós. Verður allt að 2 metrar á hæð. Vill framræstan jarðveg og sól en þolir hálfskugga. Blómstrar bleikum blómum seinni hluta sumars og nýpur að hausti. Gulir haustlitir. |
Rosa rugosa 'Logafold' |
Ígulrós 'Logafold' |
Falleg ilmandi blóm, hálffylt. Þarf skjól og sólríkan vaxtarstað. Getur þurft stuðning. |
Rosa Pimpinellifolia 'Aicha' |
Þyrnirós 'Aicha' |
Meðalharðger runnarós. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í djúpum, næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð. Gul blóm, blómsæl. Verður 0,8-1 m. |
Rosa Pimpinellifolia 'Kakwa' |
Þyrnirós 'Kakwa' |
Harðgerð, runnavaxin rós. Nýtur sín best í mikilli sól en þolir hálfskugga. Rjómahvít blóm með léttum roða, ilmandi og fyllt, blómstrar snemma sumars, svartar nýpur þegar líður á sumarið. Þyrnirósablendingur sem er ein fyrsta rósin sem blómstrar á sumrin. |
Rosa xanthina |
Glóðarrós |
Meðalharðgerð runnarós. Þrífst vel í rýrum jarðvegi. Blómstrar gulum blómum í júlí-ágúst. Verður um 1-1,5 m á hæð. Hentar vel í runnabeð. |
Rosa Pimpinellifolia 'Katrín Viðar' |
Þyrnirós 'Katrín Viðar' |
Mjög harðgerð runnarós, blómviljug. Blómstrar einföldum hvítum blómum í júlí-ágúst. Þarf sólríkan vaxtarstað. Verður um 50-100 cm á hæð. |
Rosa pimpinellifolia 'Lovísa' |
Þyrnirós 'Lovísa' (Lóurós) |
Harðgerð og vindþolin runnarós. Blómin einföld. Má nota í lágvaxin limgerði. Verður 75-100 cm á hæð. |
Rosa pimpinellifolia 'Poppius' |
Páfarós |
Mjög harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum, næringarríkum jarðvegi. Hentar í rósabeð. Bleik hálffyllt blóm í júlí-ágúst. Blómstrar mikið en blómin eru frekar smá Hæð 0,5-1 m. |
Rosa 'Hansaland' |
Rós 'Hansaland' |
Rós með meðalstórum, sterkrauðum, hálffylltum blómum. Meðalharðgerð. Mildur blómailmur. Rugosa blendingur. Verður um 100-120 cm á hæð. |
Rosa 'Skotta' |
Þokkarós 'Skotta' |
Einstaklega blómviljug og gróskumikil rós með rauðbleikum, fylltum blómum, blómstrar júlí-september. Getur auðveldlega klifrað uppj járn- og trégirðingar og náð þannig 2m hæð. Verður annars rúmlega 1m há. |
Rosa rugosa 'Hadda' |
Ígulrós 'Hadda' |
Harðgerð runnarós með stórum, fylltum rauðbleikum blómum. Er ilmandi. Getur orðið um 1-1,5 m á hæð. Gulbrúnir haustlitir. |
Rosa rugosa 'Hvíta hafið' |
Ígulrós 'Hvíta hafið' |
Harðgerð og vindþolin runnarós. Blómin hvít og einföld. Má nota í lágvaxin limgerði eða stakstæð. Ilmar. |
Rosa rugosa 'Ritausma' |
Ígulrós 'Ritausma' |
Einstaklega falleg ljósbleik, ilmandi blóm. Gróskumikill runni. Nýleg í ræktun en hefur reynst harðgerð. |
Rosa rugosa'Moje Hammerberg'' |
Rós 'Moje Hammerberg' |
Harðgerð, vind- og saltþolin runnarós. Blómin rauðbleik hálffyllt. Blómstrar í júlí og út sumar. Verður um 1 m á hæð. |
Rosa rugosa 'Snæfríður' |
Ígulrós 'Snæfríður' |
Harðgerð runnarós sem ber hvít, hálffyllt en fremur smá blóm í júlí og fram á haust. Nýpur áberandi. Verður um 80-120 cm á hæð. |
|
|
|
SÍGRÆNIR RUNNAR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Chamaecyparis lawsoniana 'Elwoodii' |
Fagursýprus 'Elwoodii' |
Lágvaxinn þéttur, sígrænn runni. Þarf gott skjól og hálfskugga. Viðkvæmur fyrir vorsól og miklum vindum, en þolir kulda vel. Hentar vel í blómapotta en þrífst betur ef honum er plantað í beð. |
Chamaecyparis lawsoniana 'Columnaris' |
Fagursýprus 'Columnaris' |
Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þolir vel hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þarf vetrarskýlingu. Notað í potta og ker en þrífst betur ef honum er plantað í beð. Góður í garðskála. |
Euonymus nanus |
Dvergbeinviður |
Sígrænn jarðlægur runni. Þolir ágætlega skugga. Hefur reynst ágætlega í Lystigarðinum á Akureyri. Verður um 50-80 cm. |
Ilex meserveae 'Blue prince' |
Kristþyrnir 'Blue prince' |
Karlplanta. Blöð blágræn og glansandi. Harðgerð og á að geta vaxið hér úti á skjólgóðum stöðum. Þolir hálfskugga. Frjóvgar kvenplöntuna sem fær rauð ber á haustin. |
Ilex meserveae 'Blue princess' |
Kristþyrnir 'Blue princess' |
Kvenplanta. Blöð blágræn og glansandi. Þolir hálfskugga. Á að geta þrifist hér utandyra á skjólgóðum stað. Fær rauð ber á haustin en þá þarf að vera bæði kk. og kvk. planta til staðar. |
Ilex meserveae ‘Little Rascal’ |
Kristþyrnir ‘Little Rascal’ |
Hæg- og þéttvaxinn sígrænn runni. Þarf hlýjan bjartan vaxtarstað, þolir vel hálfskugga. Sérbýlisplanta, kvk. plantan ber rauð ber á haustin. Fínlegri en ofangreind yrki. |
Juniperus communis 'Repanda' |
Einir 'Repanda' |
Jarðlægur, sígrænn, fær brúnleitan vetrarlit en grænkar aftur þegar hlýnar. Harðgerður. Mjög góð þekjuplanta. |
Juniperus communis ssp. Nana |
Ísl. Einir Djúpalón kk og kvk plöntur |
Jarðlægur, sígrænn, fær brúnleitan vetrarlit en grænkar aftur þegar hlýnar. Harðgerður. Mjög góð þekjuplanta. Karlplantan alveg jarðlæg en kvenplantan örlítið hærri. |
Juniperus horizontalis 'Wiltonii' |
Skriðeinir 'Wiltonii' |
Jarðlægur sígrænn runni með langar greinar. Meðalharðgerður. Góð þekjuplanta. |
Juniperus squamata 'Blue Carpet' |
Himalajaeinir 'Blue Carpet' |
Sígrænn, harðgerður, jarðlægur runni. Þarf sólríkan, þurran vaxtarstað eða hálfskugga. Nálarnar bláleitar og greinarnar mynda fljótt þétta jarðvegsþekju. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Góð þekjuplanta í runnabeð og steinhæðir. Flæðir fallega fram af hverskyns hleðslum. |
Juniperus squamata 'Blue Star' |
Himalajaeinir 'Blue Star' |
Sígrænn, harðgerður og smávaxinn runni. Þarf sólríkan, þurran vaxtarstað. Vex 3 - 7 cm á ári og myndar litla bláleita þúfu. Hentar vel þar sem plássið er lítið. Notaður í steinhæðir og ker. |
Juniperus squamata 'Holger' |
Himalajaeinir 'Holger' |
Harðgerð. Jarðlæg. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Hentar sem jarðvegsþekja í beð. Á veturna er hann líkur ofangreindum yrkjum en árssprotarnir hafa gulleitt barr sem gefa honum sérstakan svip. |
Juniperus squamata 'Meyeri' |
Himalajaeinir 'Meyeri' |
Sígrænn, harðgerður runni sem hefur verið lengi í ræktun á Íslandi. Þarf sólríkan, þurran vaxtarstað. Nálarnar bláleitar og vöxturinn uppréttur. Notaður í steinhæðir, í runnaþyrpingar og stakstæður. Þarf töluvert pláss með tímanum. |
Pieris japonica ‘Little Heath‘ |
Japanslyng ‘Little Heath‘ |
Viðkvæmur, skrautlegur, sígrænn dvergrunni. Blöðin græn með ljósum jöðrum og nývöxturinn dálítið brons- eða rauðlitaður og myndar skemmtilega litasamsetningu með sígrænu, eldra laufi. Þrífst best í góðu skjóli á sólríkum stað. |
Pieris japonica 'Mountain fire' |
Blómsturlyng 'Mountain fire' |
Viðkvæmur, sígrænn dvergrunni. Blöðin græn en ársvöxturinn mjög rauður og myndar áberandi andstæður við eldri blöð. Því er hann áberandi skrautlegur á vorin. Þrífst best í góðu skjóli á sólríkum stað. |
Pinus mugo var. pumilio |
Dvergfura |
Harðgerður og smávaxinn sígrænn runni. Þolir þurran, snauðan jarðveg og þrífst best í súrum, vel framræstum jarðvegi. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Hentar vel í beð með lágum runnum og í þyrpingum. Til að halda honum þéttum er gott að stytta brumin árlega. |
Buxus ‘Arborescens’ |
Fagurlim ‘Arborescens’ |
Skuggþolinn. Þarf gott skjól og vetrarskýlingu. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Hægvaxta planta. Hentar í formklippta runna og limgerði. |
Prunus laurocerasus 'Piri' |
Lárheggur 'Piri' |
Sígrænn, lágvaxinn og mjög þéttur þekjurunni. Blómstrar hvítum blómum að vori. Blómviljugur. |
Taxus cuspidata 'Nana' |
Japansýr 'Nana' |
Sígrænn, hægvaxta, lágvaxinn runni. Þarf hlýjan og skjólgóðan stað. Mjög skuggþolinn. Þrífst vel í grónum garði og góðri garðmold. |
Thuja occidentalis 'Golden Globe' |
Kanadalífviður 'Golden Globe' |
Sígrænn, hægvaxta, kúlulaga runni með gulleitt barr. Þarf hlýjan og skjólgóðan stað. Skuggþolinn. Setur skemmtilegan svip á sígræn beð. |
Thuja occidentalis 'Smaragd' |
Kanadalífviður 'Smaragd' |
Sígrænt, hægvaxta, grannvaxið, keilulaga tré. Þarf hlýjan og skjólgóðan stað. Skuggþolið. |
Thuja occidentalis 'Sunkist' |
Kanadalífviður 'Sunkist' |
Sígrænn runni með gulleitt barr. Fallegur stakstæður. Þarf skjólgóðan vaxtarstað. Keilulaga vaxtarlag. Getur orðið 1-1,5 m. en vex frekar hægt. |
Thuja occidentalis ‘Danica’ |
Kanadalífviður ‘Danica’ |
Kúlulaga, hægvaxta, þéttgreinóttur sígrænn runni. Þarf gott skjól eða vetrarskýli. Skuggþolinn. Hentar í garðskála. |
Thuja occidentalis 'Tiny Tim' |
Kanadalífviður 'Tiny Tim' |
Kúlulaga, hægvaxta, þéttgreinóttur sígrænn runni. Þarf hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað. Skuggþolinn. |
Prostanthera cuneata |
Piparmynturunni |
Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum jarðvegi. Hentar í matjurtabeð eða fjölæringabeð. Lauf og stönglar notað sem krydd. |
Microbiota decussata |
Dverglífviður |
Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rýrum, þurrum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta í beð. Verður 20-50 cm á hæð. |
|
|
|
ALPARÓSIR/LYNGRÓSIR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Rhododendron hirsutum |
Hjallalyngrós |
Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í rökum, súrum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð. Blómstrar bleikum blómum í júní-júlí. Verður aðeins 0,1-0,3 m á hæð. |
|
|
|
RUNNAR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Amilanchier alnifolia |
Hlíðaramall |
Meðalharðgerður runni eða lítið tré. Bestur á sólríkum stað. Kýs þurran jarðveg. Ilmandi og blásvört sæt ber á haustin. Blómstrar ilmandi hvítum blómklösum snemma sumars. Verður um 2 m á hæð og breidd. Má nota stakstæðan, í blönduð runabeð eða limgerði. |
Berberis ottawensis var Autropurpurea |
Purpurabroddur (sunnubroddur 'atropurpurea') |
Þarf skjól og getur kalið svolítið. Blaðfallegur með purpuralit blöð allt sumarið. Þarf frekar þurran jarðveg. Notaður bæði sem stakstæður runni og í þyrpingar. Hefur langa þyrna. |
Berberis thunbergii |
Sólbroddur |
Harðgerður og blaðfallegur þyrnóttur runni. Fallegir haustlitir. Þarf frekar þurran jarðveg. Notaður bæði stakstæður og í þyrpingar. |
Betula nana |
Fjalldrapi |
Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í rýrum jarðvegi. Góð steinhæðaplanta og í ker. Íslensk tegund. |
Cornus sericea |
Sveighyrnir 'Kaldá' |
Þarf fremur rakan jarðveg. Sólelskur en þolir hálfskugga. Blómstrar hvítum flötum blómsveipum í júní-júlí. Fallegar rauðar greinar á haustin og veturna. Verður um 1-3 m á hæð. |
Cotoneaster adpressus |
Skriðmispill |
Harðgerðu. pg fínlegur. Þrífst best í fremur sendnum jarðvegi á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Fallegir rauðir haustlitir . |
Cotoneaster dammeri 'Skogholm' |
Breiðumispill 'Skogholm' |
Jarðlægur, sígrænn runni. Blómstrar hvítu. Fær rauð ber. Minnir á skriðmispil en er grófgerðari. |
Cotoneaster integerrimus ´Listigarður' |
Grámispill 'Lystigarður' |
Harðgerður jarðlægur runni. Þrífst best í sendnum jarðvegi á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Blöðin aðeins hærð sem gefur gráan lit. Hentar í steinhæðir og sem jarðvegsþekja. Blómstrar litlum hvítum blómum í júní-júlí og fær rauð ber á haustin. |
Cotoneaster integerrimus |
Grámispill uppréttur |
Harðgerður, þéttvaxinn runni. Þrífst best í sendnum jarðvegi á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Blöðin aðeins hærð sem gefur örlítið grán lit. Hentar í steinhæðir og blönduð runnabeð. Blómstrar litlum hvítum blómum í júní-júlí. Verður 1-1,5 m á hæð. |
Cotoneaster lucidus |
Gljámispill |
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Þolir vel klippingu. Áberandi rauðir haustlitir. Notaður í limgerði, runnaþyrpingar og sem stakstæður runni. Seldur bæði í potti og berróta. |
Cotoneaster suecida 'Coral Beauty' |
Hengimispill 'Coral Beauty' |
Ágræddur á 80 cm. stofn, hangandi greinar. Blómstrar litlum ljósum blómum, fær rauð ber og glæsilega haustliti. |
Cytisus decumbens |
Flatsópur |
Þarf skjólgóðan stað eða skýlingu fyrstu árin. Þarf sendinn jarðveg og sólríkan vaxtarstað. Þolir illa flutning. Fer vel í steinhæðum og sem þekjuplanta í runnabeð. Verður u.þ.b. 20 cm á hæð. Blómin lík og á geislasópi. |
Cytisus purgans |
Geislasópur |
Harðgerður. Vex best á sólríkum stað en þolir hálfskugga. Kýs hlýjan og þurran jarðveg. Verður ca. 80-100 cm á hæð. Blómstrar mikið snemma vors og blómin ilma. Á það til að blómstra aftur á haustin. Þolir illa flutning. |
Deutzia x hybrida 'Mont Rose' |
Stjörnuhrjúfur 'Mont Rose' |
Þarf skjól og sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í frjóum, rökum jarðvegi. Blaðfallegur, blómstrandi skrautrunni. Bleik blóm. |
Elaeagnus commutata |
Silfurblað |
Harðgert. Þarf sólríkan vaxtarstað. Vindþolið og saltþolið. Þrífst best í léttum, sendnum jarðvegi. Hentar vel í runnabeð og undir hávaxnari gróður. Getur myndað töluverð rótarskot, einkum í rýrum jarðvegi. Verður 1-2 m á hæð. |
Hydrangea paniculata 'Kyushu' |
Hindarblóm 'Kyushu' |
Um 2-3 m hár og breiður runni. Stórir hvítir blómklasar í júlí, fremur gisnir. Þolir hálfskugga. Þarf skjól. |
Hippophae ramnoides |
Hafþyrnir |
Harðgerður. Þolir vel sjávarloft og seltu, vindþolinn og nægjusamur. Þarf sólríkan vaxtarstað og sendinn jarðveg. Getur sett töluverð rótarskot. Sérbýlisplanta. Verður um 50-200 cm á hæð, eftir aðstæðum. Þarf karl- og kvenplöntu til að fá ber sem eru mjög C-vítamínrík. |
Lonicera alpigena |
Fjallatoppur |
Harðgerður. Skuggþolinn og þéttur. Þrífst vel í sendnum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í klippt limgerði og runnabeð. Dökkrauð óæt ber á haustin. |
Lonicera caerulea 'Dani' |
Blátoppur 'Dani' |
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Góður í limgerði þar sem hann er þéttur og þolir vel klippingu. Laufgast snemma. Blá ber í júlí. Greinar árssprota eru grænar. Eldri blátoppur á Akureyri er nær alltaf af þessu yrki. Getur orðið um 2 m á hæð. |
Lonicera caerulea 'Þokki' |
Blátoppur 'Þokki' |
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Greinar árssprota rauðleitar. Góður í limgerði þar sem hann er þéttur og þolir vel klippingu. Vex hægar en hin yrkin tvö og þarf því minni klippingu. Laufgast snemma. Blá ber í júlí. |
Lonicera caerulea ‘Jörgen’ |
Blátoppur ‘Jörgen’ |
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Greinar árssprota rauðleitar. Góður í limgerði þar sem hann þolir vel klippingu og hefur þétt vaxtarlag. Laufgast snemma. Blómstrar lítið áberandi gulleitum blómum í júní. Blá ber í júlí. Verður um 1,5-2 metrar á hæð. |
Lonicera deflexicalyx |
Gultoppur |
Harðgerður og vindþolinn. Stórvaxinn, blómsæll runni sem þolir vel klippingu en blómstrar þá lítið. Dökkrauð aldin. Verður um 2-4 m á hæð. |
Lonicera involucrata 'Kera' |
Glótoppur 'Kera' |
Harðgerður og vindþolinn. Vex hratt og fær sérkennilega kræklótt vaxtarlag. Þolir vel skugga og þarf frekar rakan jarðveg. Svört óæt ber á haustin. Þolir vel klippingu. Blómstrar í júní-ágúst. Verður um 1-2 m á hæð og breidd. |
Lonicera involucrata 'Marit' |
Glótoppur 'Marit' |
Harðgerður. Vindþolinn og skuggþolinn. Þrífst best í rökum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í limgerði og í runnabeð. Svört óæt ber. |
Lonicera ledebourii |
Glæsitoppur |
Harðgerður, þolir ágætlega vind og salt. Vex hratt og þrífst best á skuggsælum stað. Falleg svört ber. Hentar vel í runnaþyrpingar og sem undirgróður innan um hærri tré. Blómstrar í júní-ágúst. Verður um 1-1,5 m á hæð. |
Lonicera nigra |
Surtartoppur ‘Laugaströnd’ ‘Kaldá’
|
Fallegur runni sem verður um 1-2 m á hæð. blómstrar ljósbleikum blómum í júní. Svört aldin á haustin. Gulir haustlitir. |
Lonicera caucasica |
Kákasustoppur |
Uppréttur, harðgerður runni. Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Verður um 1,5-2 m á hæð. |
Lonicera tatarica 'Arnold Red' |
Rauðtoppur 'Arnold Red' |
Þarf skjólgóðan, sólríkan vaxtarstað. Verður um 2-3 metrar á hæð. Þolir vel hálfskugga en blómstrar þá minna. Þarf sendinn vel framræstan jarðveg. Blómstrar mikið, dökkrauðum blómum. Fær dökkrauð ber. |
Philadelphus lewisii 'Þórunn Hyrna' |
Snækóróna 'Þórunn Hyrna' |
Meðalharðgerður runni, með rauðbrúnar greinar og einföld stjörnulaga blóm. Blómstrar mikið um mitt sumar, blómin ilmandi. Verður um 2-3 m á hæð. |
Philadelphus lewisii ‘Tahtisilma’ |
Snækóróna ‘Tahtisilma’ |
Meðalharðgerður runni, með rauðbrúnar greinar og einföld, stórvaxin, stjörnulaga blóm. Blómstrar mikið um mitt sumar, blómin ilmandi. Verður um 2-3 m á hæð. |
Philadelphus polyanthus 'Mont Blanc' |
Ilmkóróna 'Mont Blanc' |
Þrífst vel á skjólgóðum, sólríkum stað en þolir hálfskugga. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Blómstrar hvítum, ilmandi blómum á greinum fyrra árs. Fer vel í runnaþyrpingum. |
Physocarpus opulifolius |
Garðakvistill (Blásurunni) |
Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Þolir vel klippingu. Hentar í runnabeð. Hvít blóm í júní-júlí. Verður 1-2 m á æð. |
Physocarpus opulifolius 'Red Baron' |
Garðakvistill 'Red Baron' |
Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól og er heldur viðkvæmari en ofangreint yrki. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Þolir vel klippingu. Hentar í runnabeð. Getur orðið 1-2 m á hæð. |
Potentilla fruticosa 'Daydawn' |
Runnamura 'Daydawn' |
Jarðlægur runni sem þarf bjartan, þurran og hlýjan vaxtarstað. Þarf skjólgóðan stað. Blómstrar mikið bleikum blómum. |
Potentilla fruticosa ‘Goldfinger’ |
Runnamura ‘Goldfinger’ |
Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstæð, í runnabeð eða lágvaxin limgerði. Mjög blómviljugur. Blómstrar í júlí-ágúst. Gul blóm. |
Potentilla fruticosa |
Runnamura gul skriðul |
Harðgerð og blómsæl. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Jarðlæg með ljósgulum blómum. |
Potentilla fruticosa 'Mount Everest' |
Runnamura 'Mount Everest' |
Harðgerð. Lágvaxinn en heldur hærri en ofangreind yrki. Útvaxinn runni. Þrífst vel á sólríkum og skjólsælum stað eða í hálfskugga. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Blómstrar mikið í júlí og út ágúst. Hvít blóm. Hentar í steinhæðir og lág limgerði. |
Potentilla fruticosa 'Pink Queen' |
Runnamura 'Pink Queen' |
Meðalharðgerð .Þrífst best á þurrum og björtum vaxtarstað. Falleg bleik blóm eftir mitt sumar og fram á haust. Verður um 40-60 cm á hæð. |
Potentilla fruticosa ‘Red Robin’ |
Runnamura ‘Red Robin’ |
Lágvaxinn, útvaxinn runni. Þrífst vel á sólríkum og skjólsælum stað. Blómstrar mikið í júlí og út ágúst. Blómin rauð. |
Prunus nipponica 'Ruby' |
Rósakirsi 'Ruby' |
Meðalharðgert lítið tré sem blómstrar ríkulega ljósbleikum blómum fyrir laufgun. Þrífst vel á sólríkum og skjólgóðum stað. Fær fallega rauðleita haustliti. |
Prunus nipponica 'Ruby' |
Rósakirsi ´Ruby´ ágræddur |
Meðalharðgert lítið tré sem blómstrar ríkulega ljósbleikum blómum fyrir laufgun. Þrífst vel á sólríkum og skjólgóðum stað. Fær fallega rauðleita haustliti. Er ágrætt á stofn og hækkar því ekki en greinar verða hangandi. |
Ribes alpinum 'hemus' |
Fjallarifs (Alparifs) |
Harðgert, vind- og skuggþolið. Sérbýlisplanta, þarf bæði karl og kvenplöntu ef ætlunin er að fá ber. Hentar vel í limgerði. |
Ribes glaciale |
Hnjúkarifs |
Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Áberandi rauðir árssprotar, fallegir haustlitir. Hentar í limgerði eða blönduð runnabeð. Verður 1,5-2 m á hæð. |
Ribes glandulosum |
Kirtilrifs |
Harðgerður og skuggþolinn, lágvaxinn runni. Góð þekjuplanta sem á það til að klifra upp í hærri runna og tré . Rauð ber, fallegir haustlitir. |
Ribes laxiflorum 'Rökkva' |
Hélurifs 'Rökkva' |
Harðgerður, jarðlægur runni. Góð þekjuplanta. Blásvört æt ber sem líta út fyrir að vera héluð, fallegir haustlitir. |
Ribes laxiflorum 'Lukka' |
Hélurifs 'Lukka' |
Harðgerður, skuggþolinn, jarðlægur runni. Góð þekjuplanta og hentar vel sem botngróður undir trjám og runnum. Ágæt uppskera af blásvörtum ætum berjum í byrjun ágúst, fallegir haustlitir. Laufgast snemma vors. |
Ribes x laxiflorum |
Hélurifs-blendingur |
Sáðplöntur af hélurifsi ´Lukka´. Óvíst um faðernið en líklegast er það kirtilrifs. Plöntur mjög misjafnar og henta því best í lítt skipulögð svæði eins og í sumarbústaðalöndum. Berin eru rauð á sumum plöntum en blásvört á öðrum. |
Ribes sanguineum 'Færeyjar' |
Blóðrifs 'Færeyjar' |
Harðgert. Vindþolið. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Uppréttur, frekar þéttur runni. Blómstrar rauðum blómum í þéttum klasa, í maí-júní. Blásvört ber að hausti. Verður ca. 1-2 m á hæð. Ræktaður vegna blómfegurðar. |
Sambucus nigra ´Black Lace´ |
Svartyllir 'Black Lace' |
Frekar viðkvæmur en hraðvaxta, margstofna runi. Þrífst best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Vex vel í flestum næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið. Svört ber á haustin. |
Sambucus racemosa ssp. pubens |
Dúnyllir |
Harðgerður, hraðvaxta og blómríkur runni. Skuggþolinn, þarf skjól, fær rauð ber eftir blómgun. |
Sorbaria sorbifolia 'Sem' |
Reyniblaðka 'Sem' |
Þrífst vel í skugga en blómstrar þá minna. Skríður dálítið. Laufgast snemma, blómstrar mikið síðsumars. Gulir haustlitir, þolir vel klippingu og snjóbrot. Endurnýjar sig auðveldlega frá rót. |
Sorbus cashmiriana |
Kasmírreynir |
Harðgert margstofna tré eða stór runni. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Laufgast snemma. Hvít ber á haustin. Skrautlegir haustlitir. |
Sorbus cashmiriana (Pink Fruit) |
Kasmírreynir (Pink Fruit) |
Harðgert margstofna tré eða stór runni. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Laufgast snemma. Sérræktað afbrigði sem hefur bleik ber sem standa lengi fram á haust. |
Sorbus frutescens (áður S. Koehneana) |
Koparreynir |
Harðgerður, runnkenndur og fíngerður. Hvít ber á haustin, gulir og rauðir haustlitir. Er lægri en kasmírreynir og kelur stundum. |
Sorbus Rosea |
Rósareynir |
Lágvaxið tré eða stór runni. Blómstrar bleikum blómum og fær ljós bleik ber að hausti. Verður ca. 3 metrar á hæð. Hefur frekar kúlulaga vaxtarlag. Nánast engin reynsla er af Rósareyni á Akureyri en fallegt eintak er í Grasagarðinum í Reykjavík. |
Spiraea betulifolia 'Roði' |
Heiðakvistur 'Roði' |
Harðgerður, þéttgreinóttur, lágvaxinn runni, vaxtarlag hálfkúlulaga. Þolir hálfskugga, Hentar í beð. Verður um 50-100 cm hár og breiður. Þolir hálfskugga. Blómstrar bleikum blómum í júní-júlí. Fallegir haustlitir. |
Spiraea betufolia var. aemiliana |
Dvergheiðakvistur |
Harðgerður. Hálfkúlulaga, þéttgreinóttur og fíngerður runni. Verður 30-50 cm á hæð. Þarf sólríkan stað en þolir hálfskugga. Blómstrar litlum, hvítum blómum í sveipum júní-júlí. |
Spiraea betulifolia 'Birkikvistur' |
Birkikvistur |
Harðgerður og blómsæll. Fallegir haustlitir. Hentar hvort sem er stakstæður eða í lágvaxin klippt eða óklippt limgerði. Blómstrar hvítum blómum fyrri part sumars. Verður um 50-100 cm á hæð. |
Spiraea chamaedryfolia |
Bjarkeyjarkvistur |
Harðgerður, þéttgreinóttur og vindþolinn runni. Þrífst ágætlega í skugga en blómstrar þá minna. Hentar sem skrautrunni í garða. Blómstrar hvítum blómum í júní- júlí. Fræflar standa hátt upp úr blómunum sem gefur sérstakan svip. Verður um 1-1,5 m á hæð og breidd. Á það til að setja rótarskot. |
Spirea douglasii |
Dögglingskvistur |
Harðgerður runni með uppréttan vöxt. Dálítið skriðull. Þrífst best í skjóli og á sólríkum stað en þolir þó ágætlega nokkurn skugga. Blómstrar bleikum keilulaga blómklösum seinnipart sumars. Þolir vel klippingu. Verður um 1-1,5 metrar á hæð og u.þ.b. 1 meter á breidd. |
Spiraea humilis |
Lágkvistur |
Harðgerður, smávaxinn skrautrunni. Þrífst best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Blómstrar mikið í byrjun ágúst. Hentar í steinhæðir og innan um lágvaxinn runnagróður. Verður um 25-50 cm á hæð. |
Spiraea japonica |
Rósakvistur ´Gísli´ |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hentar sem kantplanta í beð. Blómstrar bleikum blómsveipum seinnipart sumars. Þolir vel klippingu. Verður um 30-50 cm á hæð. |
Spiraea japonica ‘Froebelli’ |
Rósakvistur ‘Froebelli’ |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Blómin dökkbleik. Hentar sem kantplanta í beð. Þolir vel klippingu. Verður um 80 cm á hæð og er talinn þurrkþolnari en flest önnur yrki. |
Spiraea japonica 'Alpina' |
Japanskvistur 'Alpina / Dvergkvistur |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hentar sem kantplanta í beð. Blómstrar bleikum blómum í júlí-ágúst. Þolir vel klippingu. Verður um 40-50 cm á hæð. |
Spiraea japonica v. Fortunei |
Japanskvistur Fortunei |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hentar sem kantplanta í beð. Blómstrar ljósbleikum blómsveipum seinnipart sumars. Þolir vel klippingu. Verður um 30-50 cm á hæð. |
Spiraea japonica 'Eiríkur rauði' |
Japanskvistur 'Eiríkur Rauði' |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hentar sem kantplanta í beð. Þolir vel klippingu. Bleik blóm og rauðir haustlitir. |
Spiraea japonica 'Golden princess' |
Japanskvistur 'Golden princess' |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Skrautlegt laufskrúð sem er gulleitara en á mörgum öðrum yrkjum. Bleik blóm. Lágvaxinn og hentar sem kantplanta í beð. |
Spiraea japonica 'Goldmound' |
Japanskvistur 'Goldmound' |
Nokkuð harðgerður runni sem verður allt að 60 cm hár og breiður. Fíngerð gul blöð og ljósbleik blóm í ágúst til september. Líkist japanskvisti 'Golden princess'. |
Spiraea japonica 'Little princess' |
Japanskvistur 'Little princess' |
Harðgerður skrautrunni sem myndar þétta þúfu. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Hentar sem kantplanta í beð. Verður um 30 cm hár. Þolir vel klippingu. Blómstrar bleikum blómum í ágúst. |
Spiraea media |
Garðakvistur |
Harðgerður, þéttgreinóttur, lágvaxinn runni, vaxtarlag hálfkúlulaga. Þolir hálfskugga, Hentar í beð. Blómstrar hvítum blómum í sveiplíkum klösum í júní. Verður um 1 m á hæð og breidd. |
Spiraea mollifolia |
Loðkvistur |
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Þurrkþolnari en flestir aðrir kvistir. Útsveigðar greinar, silfruð loðin blöð og rauðir árssprotar. Hentar vel stakstæður eða í þyrpingar. Vel fer á að planta honum ofan við hleðslur. Blómstrar gulhvítum blómsveipum í júlí. Verður um 150-180 cm á hæð og breidd. |
Spiraea nipponica |
Sunnukvistur |
Harðgerður, greinarnar vaxa upp og út á við. Þrífst best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg. Blómstrar mikið í júlí. Verður um 1,5-2,5 m á hæð og breidd. |
Spiraea nipponica 'June Bride' |
Sunnukvistur 'June Bride' |
Harðgerður, lágvaxinn og fíngerður runni. Bogsveigðar greinar, blómsæll. Þolir hálfskugga. Hentar í steinhæðir og undir hávaxnari trjágróður. Fallegir haustlitir. |
Spirea densiflora |
Dreyrakvistur |
Harðgerður, lítill skrautrunni. Þrífst vel á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Blómstrar mikið og fallega í júlí-ágúst. Fallegur í runnabeð og steinhæðir. Verður um 30-60 cm á hæð. |
Spiraea arcuata. |
Sveigkvistur |
Þarf skjólsælan og sólríkan vaxtarstað. Þolir vel hálfskugga en blómstrar þá minna. Þarf næringarríkan jarðveg. Greinar langar og sveigðar. Verður um 1-1,5 metrar á hæð og breidd. |
Spirea cinerea ‘Grefsheim’ |
Grákvistur ‘Grefsheim’ |
Fínlegur og þéttgreinóttur runni. Þrífst vel á sólríkum og skjólsælum stað. Hentar í óklippt limgerði og sem stakstæður skrautrunni. Blómstrar ríkulega, hvítum blómum í júlí- september. Verður 1-1,5 m á hæð. |
Spiraea x margaritae |
Perlukvistur |
Meðalharðgerður, lágvaxinn skrautrunni með stóra blómklasa. Má klippa niður árlega. Gulir haustlitir. Verður um 60-80 cm á hæð og breidd. |
Spiraea miyabei |
Kóreukvistur / Skógarkvistur |
Blómviljugur runni með ljósbleikum blómum í stórum gisnum sveipum síðsumars. Fær rauðleitt lauf á vorin. Þarf sólríkan vaxtarstað. |
Syringa sp. ‘Bríet’ |
Sýrena ‘Bríet’ |
Blómstrar í júní-júlí, laxableikum blómum, í stórum vel ilmandi klösum. Verður um 2 metrar á hæð. Fremur upprétt vaxtalag. |
Syringa sp. ‘Hallveig’ |
Sýrena ‘Hallveig’ |
Einstaklega blómsæl og harðgerð sýrena með lillableikum blómum í stórum klösum, blómstrar í júní-júlí. Frekar hávaxinn runni, um 2.5-3m Vill næringaríkan vel framræstan jarðveg. |
Syringa josikaea |
Gljásýrena |
Harðgerð. Þolir vind þokkalega en blöðin vilja sviðna. Blómstrar uppréttum, stórum, blómklösum. Blómin fjólublá og ilmandi í júní-júlí. Verður um 2-3 m á hæð. |
Syringa josikaea 'Holger' |
Gljásýrena 'Holger' |
Harðgerð. Þolir vind þokkalega en blöðin vilja sviðna. Blómstrar uppréttum, stórum, blómklösum í júní-iúlí. Blómin hvít og stór. Verður um 3 metrar á hæð. |
Syringa josikaea 'Villa Nova' |
Gljásýrena 'Villa Nova' |
Harðgerð og saltþolin. Uppréttar greinar. Blómstrar fjólubláum, dálítið ilmandi blómum í júní-júlí. Þolir hálfskugga, en blómstrar þá minna. |
Syringa villosa 'Aurea' |
Dúnsýrena 'Aurea' |
Harðgerður, þéttvaxinn og uppréttur runni. Verður 3 m á hæð. Blómstrar ljósbleikum, ilmandi blómum í júlí. |
Syringa wolfii 'Valkyrja' |
Bjarmasýrena 'Valkyrja' |
Harðgerð. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Þolir vel hálfskugga. Þarf næringarríkan jarðveg. Blómstrar mikið og fallega. Blómin lillableik og ilmandi. Lægri en flestar aðrar sýrenur og verður um 1,5-2,5 metrar á hæð. |
Syringa x prestoniae 'Elinor' |
Fagursýrena 'Elinor' |
Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað, þolir vel hálfskugga en blómstrar þá minna. Blómstrar mikið og fallega. Blómin bleik-fjólublá. Dekkri að utan en innan. Verður um 2-3 metrar á hæð og stundum jafnvel hærri. |
Syringa x prestoniae 'Royalty' |
Fagursýrena 'Royalty' |
Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað, þolir vel hálfskugga en blómstrar þá minna. Blómstrar mikið og fallega. Blómin bláfjólublá og lýsast með aldrinum. Verður um 2-3 metrar á hæð. |
Viburnum edule 'Funi' |
Bersarunni 'Funi' |
Harðgerður. Vindþolin. Skuggþolin. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Rauð ber. Fallegir haustlitir. Notuð í runnabeð og með hávaxnari gróðri. Sáir sér nokkuð. Hvít blóm í júní-júlí. Verður 1-1,5 m á hæð. Berin má nota í sultu. |
Viburnum lantana |
Lambarunni |
Þarf skjólgóðan og sólríkan stað. Frjóan jarðveg, getur kalið aðeins. Hentar vel sem stakstæður runni. Blómstrar hvítum blómsveipum í júní-júlí. Getur orðið um 1-2 m á hæð og breidd. |
Viburnum opulus |
Úlfarunni |
Þarf skjólsælan og bjartan vaxtarstað, þolir vel skugga en blómstrar þá minna. Blómstrar mikið, hvítum blómsveipum í júní-júlí. Verður um 1-2 metrar á hæð. Hentar í þyrpingar með öðrum tegundum. |
Weigela florida 'Korea' |
Roðaklukkurunni |
Þarf skjólsælan og sólríkan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga. Blómin bleik að utanverðu en hvít að innan. |
Weigela middendorfiana 'Hokki' |
Gullklukkurunni 'Hokki' |
Þarf skjólsælan og sólríkan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga. |
|
|
|
VÍÐIR |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Salix alaxensis 'Hríma' |
Alaskavíðir 'Hríma' |
Harðgerð. Fljótvaxin. Saltþolin. Vindþolin. Notuð í skjólbelti og stórgerð limgerði eða sem stakstætt tré. Árssprotar og lauf þakin hvítum hárum svo hann lítur út fyrir að vera hrímaður. Varast ber að planta honum nærri ljósastaurum. Þá vex hann of langt fram á haustið og kelur. |
Salix borealis (S. Myrsinifolia) |
Viðja |
Harðgerður stór runni eða einstofna tré. Hefur dökka árssprota. Notuð í klippt limgerði eða sem stakstætt tré. |
Salix 'Brekka' |
Brekkuvíðir |
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Góður í limgerði. Blaðfallegur með gljáandi blöð. |
Salix barrattiana |
Þúfuvíðir ‘Bústi’ |
Harðgerður, jarðlægur runni sem myndar þéttar þúfur. Blómstrar fyrir laufgun, reklar rauðbleikir og áberandi. Hentar vel í steinhæðir. |
Salix candida |
Bjartvíðir |
Harðgerð. Gisið, kræklótt og sérkennilegt vaxtarlag. Þrífst best á sólríkum stað. Dumbrauðir reklar og gulir haustlitir eru áberandi. Notuð í runnabeð. |
Salix glaucsericea |
Orravíðir |
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Hægvaxta, þéttvaxinn runni. Þolir vel klippingu og hentar vel í lágvaxin limgerði og í formaðar kúlur, verður um 1 m á hæð og breidd. Skrautlegir reklar geta setið lengi á plöntunni. Blöðin líkjast loðvíðiblöðum en eru lensulegri. |
Salix lanata |
Loðvíðir |
Harðgerður. Lágvaxinn runni með áberandi, gulum reklum og loðnum, gráum blöðum. Íslensk tegund. Þrífst best í sendnum jarðvegi. |
Salix lanata |
Loðvíðir jarðlægur |
Harðgerður. Jarðlægur runni með áberandi, gulum reklum og gráloðnum blöðum. Góð þekjuplanta. Íslensk tegund. Þrífst best í sendnum jarðvegi. |
Salix pentranda |
Gljávíðir |
Harðgerður. Þarf sendinn, vel framræstan jarðveg. Bæði notaður stakstæður og í limgerði. Getur orðið nokkuð stór, um 5-6 m Þolir vel klippingu. Er grænn nokkuð langt fram á haustið en laufgast fremur seint. |
Salix phylicifolia 'Strandir' |
Strandavíðir |
Harðgerður, vind- og saltþolinn karlklónn. Þolir vel klippingu og hentar vel í lág limgerði og sem formklipptir runnar. Blöðin dökkgræn og gljáandi. |
Salix planifolia ssp. pulchra |
Demantsvíðir 'Flesja' |
Harðgerður, hraðvaxta. Jarðlægur runni sem myndar góða þekju. Þarf sólríkan stað. Hentar best þar sem hann fær nægilegt pláss. |
Salix viminalis 'Katrín' |
Körfuvíðir 'Katrín' |
Harðgerður, hraðvaxta runni. Þrífst best á sólríkum stað. Blöðin mjög löng og mjó og árssprotarnir langir, gulir og áberandi. Hentar vel í runnaþyrpingar. Gjarnan plantað við tjarnir og læki. Nefndur eftir Katrínu miklu. |
|
|
|
LAUFTRÉ Í POTTUM |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Acer palmatum 'Atropurpureum' |
Japanshlynur |
Þarf skjólgóðan, hlýjan vaxtarstað og rakan jarðveg. Stakstætt garðtré, fallega rautt lauf. Verður um 1-3 m á hæð. |
Acer pseudoplatanus |
Garðahlynur |
Fallegt tré með breiða krónu, miðlungsharðgert. Verður mjög gamalt. Þarf frjóan jarðveg, skjól og gott pláss. |
Alnus incana |
Gráölur / gráelri |
Harðgerður. Þrífst í rýrum jarðvegi og þarf ekki mikla áburðargjöf. Hefur svepprót. Garðtré með fallega krónu. |
Alnus viridis |
Sitkaölur / sitkaelri |
Harðgerður og vindþoli.nn Þarf bjartan vaxtarstað. Góð og nægjusöm landgræðsluplanta. Hefur svepprót og hentar því í rýran jarðveg. Verður stór runni frekar en tré. |
Betula pendula |
Hengibjörk |
Þarf sólríkan og skjólsælan stað. Fær gula haustliti. Fallegur börkur og hangandi greinar þegar tréð eldist. Stakstætt tré. Fallegur börkur. Stakstætt tré. |
Betula pubescens 'Embla' |
Birki 'Embla' |
Harðgert, kynbætt birki. Má nota í limgerði eða stakstætt. Þarf sólríkan stað. Hentugt til ræktunar á flestum landsvæðum. |
Betula pendulum 'Dalecarlica' |
Flipabirki/Dalabirki |
Afbrigði af birki með áberandi djúpskert lauf. Þrífst vel á bestu stöðum með sól og gott skjól. Verður allt að 10 metrar á hæð. Vill vera í framræstum frjóum jarðvegi. Ef þarf að klippa plöntuna er betra að gera það síðsumars eða snemmhausts. |
Quercus robur |
Sumareik |
Hægvaxta tré sem þrífst best á sól- og skjólríkum stað. Þarf frjósaman og vel framræstan jarðveg. Hentar stakstætt. Verður 3-8 m hátt. Eikur hafa sýnt betri vöxt hin síðari ár en áður og sjálfsagt að reyna þær víðar. |
Laburnum alpinum 'Pendulum' |
Hengigullregn 'Pendulum' |
Harðgerð. Vindþolin. Seltuþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst í vel framræstum jarðvegi. Blómstrar fallega. Hentar stakstætt. Fræin eitruð. Ágrætt á stofn þannig að plantan hækkar ekki en greinarnar lengjast. Mikilvægt að klippa greinar af sem birtast neðan við ágræðsluna. |
Laburnum x watereri 'Vossii' |
Garðagullregn |
Harðgert. Þarf þurran, sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Blómstrar mikið en þroskar ekki fræ. |
Nothofagus antartica |
Snælenja |
Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og gott skjól. Þrífst best í súrum, næringarríkum jarðvegi. Hentar í runnabeð með sígrænum gróðri eða stakstætt. Fallegir haustlitir. Þrífst meðal annars vel á Húsavík. |
Populus trichocarpa |
Alaskaösp |
Harðgerð og hraðvaxta. Þarf rakan jarðveg og gott rótarpláss. Tekur fljótt mikið pláss í litlum görðum. Mikið notuð í skógrækt. |
Populus trichocarpa 'Grænagata' |
Alaskaösp 'Grænagata' |
Harðgerð og hraðvaxta. Þarf rakan jarðveg og gott pláss. Myndar stóra krónu sem er eins og stór laukur í laginu. Formfögur en hentar ekki til viðarframleiðslu en er góð í skjólbelti og sem stakstætt tré. |
Populus trichocarpa 'Hallormur' |
Alaskaösp 'Hallormur' |
Harðgerð og hraðvaxta. Þarf rakan jarðveg og gott rótarpláss. Mikið notuð í skógrækt. Við góð skilyrði verður tréð fremur grannt með einn áberandi og beinvaxinn stofn. Getur orðið yfir 20 metrar á hæð. |
Populus trichocarpa 'Pinni' |
Alaskaösp 'Pinni' |
Minnir á ´Sæland´ en blöðin mjórri og langyddari. Vöxturinn mikill og breiður Brumin mjög löng og er nafnið af því dregið. |
Prunus padus ´Laila' |
Heggur 'Laila' |
Harðgert og skuggþolið, lítið tré eða stór runni. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið ilmandi blómum. Yrkið ´Laila´ er þekkt fyrir að blómstra fyrr á ævinni en flest önnur yrki. |
Prunus padus ‘Colorata’ |
Blóðheggur ‘Jarl’ |
Meðalharðgerður, stór runni eða lítið tré. Þarf sólríkan vaxtarstað og sæmilegt skjól. Laufið rauðleitt. Blómstrar bleikum blómum. Getur orðið 3-4 m á hæð. |
Prunus padus ‘Colorata’ |
Blóðheggur ‘Kjarni’ |
Meðalharðgerður, stór runni eða lítið tré. Þarf sólríkan vaxtarstað og sæmilegt skjól. Laufið rauðleitt. Blómstrar bleikum blómum. |
Salix caprea |
Selja |
Harðgert, fljótvaxið tré. Karlplöntur blómstra áberandi gulum reklum fyrir laufgun. Þolir blautari jarðveg en flest önnur tré. |
Sorbus aucuparia |
Ilmreynir |
Harðgerð íslensk planta. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið, hvítum, ilmandi blómum. Fær rauð ber að hausti. Sáðplöntur geta verið nokkuð fjölbreyttar í útliti. |
Sorbus aucuparia |
Ilmreynir ‘Fastiagata’ |
Ágræddur ilmreynir - súlulaga. Harðgerð planta. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið, hvítum, ilmandi blómum. Rauð ber á haustin. Fallegt garðtré sem tekur ekki mikið pláss. |
Sorbus aucuparia |
Ilmreynir – súlulaga |
Harðgert tré. Fræið er tekið af súlulaga reyni og því er líklegt, en ekki alveg öruggt, að þessi tré verði það líka. Annars á allt það sama við um þennan reyni og annan reyni af sömu tegund. |
Sorbus aucuparia |
Ilmreynir – gul ber |
Harðgert tré. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið, hvítum, ilmandi blómum. Fær gul ber að hausti. |
Sorbus aucuparia |
Ilmreynir Kópavogur |
Harðgerð íslensk planta. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið, hvítum, ilmandi blómum. Fær rauð ber að hausti. Sáðplöntur geta verið nokkuð fjölbreyttar í útliti. |
Sorbus decora |
Skrautreynir |
Harðgert einstofna tré. Stórir blómklasar og dökkrauð ber að hausti. Hentar sem stakstætt garðtré eða í trjáþyrpingar. Líkur íslenska reyninum en trén eru mikið einsleitari. |
Sorbus decora |
Skrautreynir ‘Kjarr’ |
Harðgert einstofna tré. Stórir blómklasar og dökkrauð ber að hausti. Hentar sem stakstætt garðtré eða í trjáþyrpingar. |
Sorbus ulleungensis ‘Dodong’ |
Reynir ‘Dodong’ |
Meðalstórt harðgert tré. Blómstrar gulhvítum stórum blómklösum á vorin, fær stóra berjaklasa á haustin. Blöðin óvenju stór sem gefa tegundinni framandi yfirbragð. Flottir eldrauðir haustlitir sem birtast þó ekki árlega. |
Sorbus mougeotii |
Alpareynir |
Meðalstórt garðtré. Harðgert en hægvaxta. Rauð ber sem standa lengi fram eftir hausti. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Getur einnig hentað í litla garða. |
Sorbus vilmorinii |
Kínareynir
|
Stór runni eða lítið tré með breiða krónu og fínleg lauf. Þarf sólríkan stað og næringarríkan jarðveg. Rauðbrún ber sem fölna á haustin og verða bleikleit. Áberandi haustlitir en birtast ekki árlega. |
Sorbus x. eruvecensis |
Bergreynir |
Harðgerð. Blöðin heil en ekki flipótt og minnir á úlfareyni. Þrífst vel á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hægvaxta garðtré. |
Sorbus x hostii |
Úlfareynir |
Harðgert lítið tré eða stór runni, 2-4 m á hæð. Heil blöð en ekki flipuð. Blómstrar bleikum blómum í hvelfdum blómsveip í júní. Rauð ber á haustin sem má sulta. Þau eru með stærstu reyniberjum. Gulir haustlitir. |
Ulmus glabra |
Álmur |
Stórt, hægvaxta garðtré. Vind-, skugg- og saltþolið. Þarf frjóan jarðveg og hlýjan vaxtarstað. Gulir haustlitir. Notað stakstætt í garða eða í raðir. |
|
|
|
SÍGRÆN TRÉ Í POTTUM |
|
|
Latneskt heiti |
Íslenskt heiti |
Stutt lýsing |
Abies concolour |
Hvítþinur |
Þarf skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í hálfskugga. Þolir bæði rakan og þurran jarðveg. Ilmar. Ljósbláir könglar. |
Abies lasiocarpa |
Fjallaþinur |
Meðalharðgert sígrænt tré. Ilmar vel. Þrífst vel í skógarskjóli. Þarf skjól í uppvexti og rakan jarðveg. Skuggþolið. |
Larix sukaczewii (L. Siberica) |
Rússalerki |
Harðgert og þrífst vel í rýru landi. Þarf sólríkan vaxtarstað. Gulir haustlitir, fellir nálar. Góð landgræðsluplanta. |
Larix decidua x sukaczewii |
Hrymur |
Kynbætt lerki sem hefur reynst einstaklega duglegt og hraðvaxta. Þrífst vel í rýru landi. Gulir haustlitir, fellir nálar. Góð landgræðsluplanta og vex hraðar en rússalerki. |
Picea abies |
Rauðgreni |
Harðgert og skuggþolið. Þarf næringarríkan jarðveg og gott skjól, sérstaklega ungar plöntur. Notað í blandaða skógarreiti og sem stakstætt tré í garða. Þrífst betur inn til landsins en nær ströndinni. |
Picea engelmannii 'Rio Grande' |
Blágreni 'Rio Grande' |
Harðgert. Hægvaxið og skuggþolið. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Gott til ræktunar inn til landsins í frjóum og frekar þurrum jarðvegi. |
Picea sitchensis |
Sitkagreni |
Harðgert. Þrífst vel í rökum, frjósömum jarðvegi. Fyrirferðamikið sem garðtré en má klippa til að minnka ummál. Best að klippa í apríl. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Vex hraðast grenitrjáa. |
Picea x lutzii |
Sitkabastarður |
Harðgert. Gott til ræktunar, sérstaklega í frjóum og rökum jarðvegi. Getur þurft vetrarskýli fyrstu árin. Ágætlega saltþolið. Þolir frekar vorfrost en hreint sitkagreni. |
Pinus aristata |
Broddfura |
Harðgert og nægjusamt. Þrífst best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Þokkalega saltþolin. Vex mjög hægt. |
Pinus cembra |
Lindifura |
Harðgerð. Hægvaxta tré, mjög frostþolin og þrífst vel í hálfskugga. Æskilegt er að skýla plöntunum fyrstu árin ef þær eru á berangri. Fer vel sem stakstætt tré í görðum. Notað í skógrækt. |
Pinus contorta Skagway |
Stafafura 'Skagway' |
Harðgerð. Sígrænt, einstofna tré með breiða krónu. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Góð í rýrum jarðvegi. Mest ræktaða furan á Íslandi. |
Pinus peuce |
Silkifura (Balkanfura) |
Fljótvaxin, harðgerð og falleg fura. Krónan er mjó og keilulaga og bolur oft greinóttur alveg niður að jörð. Langar nálar. Þolir vel klippingu. Þrífast vel og kala ekki, en þarf að skýla ungplöntum. |
Picea pungens |
Broddgreni |
Hægvaxta og skuggþolið. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Gott til ræktunar inn til landsins í frjóum og meðarökum jarðvegi. Getur hentað betur sem garðtré en sitkagreni. |
Pinus uncinata |
Bergfura |
Harðgerð og hægvaxta. Nægjusamt tré og þrífst í flestum jarðvegi. Þarf sólríkan vaxtarstað. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Þrífst vel víðast hvar inn til landsins. |
Tsuga mertensiana |
Fjallaþöll |
Sígrænt, keilulaga tré. Seinvaxið. Þarf skjólgóðan stað eða vetrarskýli. Þrífst best í skugga í grónu umhverfi. Hentar í blandaðan skóg. |